„Krabbamein fer ekki í frí“ er vitundarvakning Krafts sem snýr að því að vekja athygli á því að þótt fólk fari í sumarfrí þá fer krabbamein ekki í frí.
Vitundarvakning felst meðal annars í því að Kraftur auglýsir þjónustutíma þeirra sem annast fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þess.
Kraftur stendur fyrir viðburðum á hverjum miðvikudegi í júlí 2019 undir yfirskriftinni Krabbamein fer ekki í frí. Þessir viðburðir eru fyrir félagsmenn Krafts sem eru bæði einstaklingar sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur og er megin markmiðið að koma saman, njóta útivistar og líðandi stundar.