Tinna Rán Ægisdóttir hefur verið ráðin í starf yfirlyfjafræðings á Landspítala.
Tinna er lyfjafræðingur að mennt og hefur auk þess stundað meistaranám í heilsuhagfræði. Hún hefur áralanga reynslu í lyfjageiranum og hefur lengst af starfað hjá Vistor eða frá árinu 2006. Þar hefur hún starfað sem sölufulltrúi, markaðstengill, sérfræðingur í viðskiptagreiningum og sem verkefnastjóri markaðsaðgengis og rekstrarfulltrúi og nú síðast sem viðskiptastjóri og hluti af stjórnendateymi Vistor. Tinna hefur stýrt fjölda verkefna, hún býr yfir víðtækri þekkingu á lyfjamálum og hefur tekið virkan þátt í stefnumótun á íslenska lyfjamarkaðinum.
Tinna mun hefja störf á Landspítala í á haustmánuðum 2019.