Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, hefur látið þýða úr sænsku og gefa út á íslensku bækling um mataræði fyrir hreyfihamlaða. Fulltrúar Sjálfsbjargar færðu Grensásdeild bæklinginn í maí 2019 þar sem hann verður notaður fyrir sjúklinga. Bæklingurinn nefnist„ Fæði, þyngd og heilsa hreyfihamlaðs fólks - góð ráð, spurningar og svör“ og er einnig til í rafrænu formi á vef Sjálfsbjargar.
Bæklingurinn var upphaflega gefinn út í samstarfi við félaga NutriNord_SCITM, sem er norrænt framtak um fræðslu fyrir sjúklinga um næringu fyrir fólk með mænuskaða. Það var mat Sjálfsbjargar hann ætti einnig vel við um flest hreyfihamlað fólk.
Mynd: Páll E. Ingvarsson læknir, Bergur Þorri Benjamínsson og Þorsteinn Sigurðsson frá Sjálfsbjörgu og Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri.