Inga Jakobína Arnardóttir lætur af störfum sem yfirlyfjafræðingur Landspítala 15. maí 2019 og taka tveir staðgenglar við starfinu tímabundið.
Inga hefur verið yfirlyfjafræðingur í tæp 14 ár og unnið gott starf í þágu lyfjamála á Landspítala. Á þessum tíma hefur Inga m.a. verið hvatamaður í uppbyggingu klínískrar lyfjafræði og stutt ötullega við innleiðingu sérfræðináms í klínískri lyfjafræði.
Ekki er búið að ganga frá ráðningu nýs yfirlyfjafræðings nú þegar Inga lætur af störfum og munu þau Elín I. Jacobsen, teymisstjóri klínískra lyfjafræðinga, og Baldur Guðni Helgason, teymisstjóri í blöndun, gegna staðgengilshlutverkinu til skiptis. Elín mun leysa af frá 16. maí til 9. júní og Baldur frá 10. júní til 28. júlí. Eftir það tekur Elín aftur við keflinu ef nýr yfirlyfjafræðingur verður ekki kominn til starfa.