Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf hjúkrunardeildarstjóra á gjörgæsludeildinni í Fossvogi frá 15. maí 2019.
Ólöf lauk hjúkrunarfræðiprófi 1987 frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið kennsluréttindanámi, diplómanámi í gjörgæsluhjúkrun og viðbótar diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu frá sama skóla 2013. Hún hefur starfað á gjörgæsludeild Landspitala Fossvogi frá útskrift og verið aðstoðardeildarstjóri deildarinnar síðastliðin tíu ár. Ólöf hefur unnið að ýmsum verkefnum á gjörgæslunni sem lúta að gæða- og umbótamálum m.a. varðandi verklag, áætlunargerð, skráningu, öruggi og mannauðsmál.
Ólöf hefur gegnt störfum innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fagdeildar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga, verið í fræðslunefnd félagsins, er í stjórn orlofssjóðs þess og var formaður stjórnar sjóðsins á árunum 2009-2016.
Ólöf var stundakennari við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, aðallega í verknámsstofu, og hefur einnig staðið að námskeiðum fyrir sjúkraliða í framhaldnámi við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Hún hefur tekið þátt í gerð kennslumyndbanda sem notuð eru enn við kennslu auk þess sem hún hefur sinnt kennslu og þjálfun.
Gjörgæsla og vöknun á Landspítala