Landspítali stendur árlega fyrir þjónustukönnun meðal sjúklinga og í úrtaki er hluti þeirra sjúklinga sem útskrifaðist af spítalanum nýverið (febrúar, mars og apríl 2019).
Þeir hafa fengið sent bréf með boði um þátttöku og lykilorð að könnuninni sem er rafræn.
Tilgangur könnunarinnar er að afla upplýsinga um viðhorf sjúklinga til þjónustu spítalans og nota niðurstöðurnar til þess að bæta hana. Landspítali er þakklátur svörum þeirra sem taka þátt enda eru upplýsingar af þessu tagi mjög mikilvægar fyrir spítalann.
Skoða má niðurstöður fyrri kannana á vef spítalans
Siðanefnd Landspítala hefur veitt leyfi fyrir könnuninni og send hefur verið tilkynning til Persónuverndar.
Ábyrgðarmenn könnunarinnar eru Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga.
Hlekkur á könnunina er undir Beint að efninu á forsíðu vefs Landspítala - www.landspitali.is - og verður virkur þar til 24. júní 2019.