Ársfundur Landspítala 2019 verður haldinn föstudaginn 17. maí, kl. 14:00 til 16:00, í ráðstefnusalnum Silfurbergi í Hörpu. Yfirskrift fundarins er "Sjúkrahús allra landsmanna" og vísar til aukins samstarfs heilbrigðisstofnana í landinu, en sú þróun verður tekin fyrir í sérstökum dagskrárlið.
DAGSKRÁ
- Heilbrigðisráðherra ávarpar fundinn.
- Forstjóri Landspítala ræðir áherslur í starfseminni.
- Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala fer yfir afkomu og rekstur.
- Þróun klínískrar þjónustu: Tvö verkefni í brennidepli.
- Viðtal við heiðursvísindamann Landspítala 2019.
- Heiðranir starfsfólks.
- Sjúkrahús allra landsmanna - samþætt heilbrigðiskerfi.
Niðurlag fundarins verður helgað kynningu á spennandi verkefnum, sem lúta að samþættingu íslensks heilbrigðiskerfis með auknu samstarfi og bættri verkaskiptingu.
Fundarstjóri: Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs.