Allir eru velkomnir á Vísindi á vordögum, árlega uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala, fimmtudaginn 2. maí 2019.
Dagskrá í Hringsal á Landspítala Hringbraut kl. 13:00-16:00.
Fundarstjóri: Jóna Freysdóttir, ónæmisfræðingur á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands.
Ný vefsíða
Opnuð hefur verið ný vefsíða Vísinda á vordögum á vef Landspítala. Þar er dregnar saman upplýsingar í texta, tölum, myndum og myndskeiðum um vísindastarfið á Landspítala árið 2018 ásamt því sem tengist Vísindum á vordögum 2019, þar á meðal útnefningu heiðursvísindamanns og ungs vísindamanns spítalans, verðlaunaveitingum og styrkveitingum. Þar er einnig að finna ávörp yfirlæknis vísindadeildar og formanns vísindaráðs og nýja vísindastefnu Landspítala.
Vísindi á vordögum 2019 - ný vefsíða
Vísindi á vordögum
- Dagskrá í Hringsal 2. maí kl. 13:00 til 16:00
13:00
Fundur settur
Ávarp: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
13:10
Heiðursvísindamaður ársins á Landspítala kynntur
Heiðursvísindamaðurinn kynnir rannsóknir sínar
13:45
Verðlaun afhent úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar
Verðlaunahafinn flytur fyrirlestur um rannsóknir sínar
14:20
Verðlaun afhent fyrir besta veggspjaldið
14:25
Veggspjaldakynning, kaffi og með því
15:00
Ungur vísindamaður Landspítala kynntur
Ungur vísindamaður Landspítala kynnir rannsóknir sínar
15:15
Verðlaun afhent úr Minninga- og gjafasjóði Landspítala Íslands
Styrkhafi kynnir verkefnið sitt
15:30
Ávarp formanns vísindaráðs
Forstjóri Landspítala afhendir styrki úr Vísindasjóði Landspítala
15:55 Myndataka