Frá rannsóknarkjarna:
Undanfarin fjögur ár hafa niðurstöður fyrir HbA1c verið gefnar með einingunni mmól HbA1c/mól hemóglóbín og einnig með eldri DCCT einingunni (%).
Frá og með 16. apríl 2019 verða niðurstöður fyrir HbA1c frá rannsóknarkjarna á Landspítala eingöngu gefnar með einingunni mmól HbA1c/mól hemóglóbín.
Eftirfarandi formúlur eru notaðar til að umreikna HbA1c gildin:
HbA1c (eldra gildi) (%) = (0,0915 *HbA1c nýtt gildi (mmól/mól) ) + 2,15
Dæmi um reiknivél á Netinu: www.diabetes.co.uk/hba1c-units-converter.html
Hjá einstaklingum sem ekki eru með sykursýki eru viðmiðunarmörk fyrir HbA1c 20-42 mmól/mól.
Upplýsingar fyrir einstaklinga með sykursýki hafa verið gefnar út á Landspítala.
Ingunn Þorsteinsdóttir, sérfræðilæknir í klínískri lífefnafræði
Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga
Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknarkjarna
Ragnar Bjarnason, yfirlæknir barnalækninga