Umbótaráðstefna Landspítala verður haldin miðvikudaginn 15. maí 2019 frá kl. 11:30 til 16:00. Staðsetning auglýst síðar. Þar verða fjölmörg spennandi verkefni kynnt, en ráðstefnan er haldin í samstarfi gæðadeildar og verkefnastofu Landspítala. Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru verkefnastjórarnir Amelia Samuel hjá gæðadeild og Ósk Sigurðardóttir hjá verkefnastofu.
Meðal dagskrárliða má nefna fyrirlestra og umfjöllun um gæðaverkefni á bráðadeild, svæfingadeild og lyflækningasviði. Einnig umbótaverkefni á kvenna- og barnadeild og meðferðargeðdeild að Laugarási. Umfangsmikil veggspjaldakynning verður fyrir framan ráðstefnusalinn, en þar er gert ráð fyrir hátt í 30 kynningum.
Viðburðurinn er skipulagður í takti við starfsemi Landspítala, en hann er engu að síður öllum opinn og ókeypis. Skráning er nauðsyn.