Frá rannsóknarkjarna og heilbrigðis- og upplýsingatæknisviði:
Flexlab vinnslukerfi rannsóknarkjarna Landspítala, sem og rannsóknarstofa sjúkrahúsanna á Akureyri, Selfossi, Keflavík, Akranesi, Ísafirði og Húsavík, verður uppfært þriðjudaginn 2. apríl 2019 milli klukkan 13:00 og 17:00.
Þar sem tölvukerfið liggur niðri þessa fjóra klukkutíma munu niðurstöður rannsókna ekki berast rafrænt í Heilsugátt fyrr en tölvukerfið verður endurræst um klukkan 17:00.
Dregið verður úr starfsemi rannsóknarstofanna og eingöngu verða bráðarannsóknir meðan á uppfærslu stendur .
Bráðum rannsóknarniðurstöðum verður skilað eins fljótt og hægt er til viðkomandi deilda á pappír.
Sýni, sem ekki eru bráðamælingar, verða mæld strax að lokinni uppfærslu.
Upplýsingar um bráðar rannsóknir má nálgast í símanúmerunum:
Fossvogur: 824 5898
Hringbraut: 824 5799