Læknanemarnir Kjartan Þórsson og Árni Johnsen sigruðu í norrænni nýsköpunarkeppni sem fór fram í Reykjavík helgina 22. til 24. mars 2019 og hlutu 10.000 evrur í verðlaunafé.
Haldið var svonefnt„ heilsuhakkaþon“ þar sem fjöldi fólks kom saman til að þróa hugbúnað sem nýtir gögn um heilsufar fólks í þeim tilgangi að þróa lausnir til að auka lífsgæði fólks.
Kjartan og Árni hönnuðu vefsíðu sem auðveldar læknum að búa til skema til að trappa niður verkjalyf og draga þannig úr hættu á að sjúklingar ánetjist sterkum verkjalyfjum eftir útskrift af sjúkrahúsi. Læknar hafa sjálfir þurft að verja drúgum tíma í að útbúa og sérsníða slík skemu fyrir hvern og einn sjúkling. Með hjálp vefsíðunnar fara aðeins nokkrar sekúndur í að búa til áætlun fyrir hvern sjúkling en þetta tók áður um 10 til 20 mínútur.