Selma Maríusdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri skilunardeildar á Landspítala Hringbraut frá 1. mars 2019 til næstu fimm ára.
Selma lauk BS-námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og viðbótarnámi í HMS (heilsa, vinnuumhverfi og öryggi) frá Högskolen í Bodö í Noregi árið 2002. Hún stundar nú diplómanám í hjúkrun langveikra við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Selma hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur frá útskrift, m.a. á skilunardeild Rikhospitalet í Osló 1999-2003, á skilunardeild Landspítala frá 2003 til 2015, þar af gegndi hún starfi aðstoðardeildarstjóra 2007-2015. Frá árinu 2015 til 1. mars 2019 vann Selma á ígræðslugöngudeild/göngudeild nýrnasjúkra.