Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala stendur ásamt nokkrum fyrirtækjum fyrir fundi um arfgenga efnaskiptasjúkdóma. Fundurinn verður þriðjudaginn 9. apríl 2019, kl. 13:00-19:00, á Hótel Hilton Nordica við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Þetta er í þriðja sinn sem svona fundur er haldinn með þessu sniði hér á landi.
Á fundinum verða meðal annars fyrirlestrar um svokallaða „lysosomal upphleðslusjúkdóma“ (Lysosomal Storage Diseases) sem greinst hafa í nokkrum mæli hér á landi. Einnig verða fyrirlestrar um hypophosphatasia (lág virkni alkalískra fósfatasa) og hyperammonemia.
Fyrirlesararnir eru allir vel þekktir á alþjóðlegum vettvangi innan sinna sérgreina.
Dagskrá í fundarboði - Metabolic Symposium invitiation
Erfða- og sameindalæknisfræðideild hefur leitast við með ýmsu móti að vekja athygli á arfgengum efnaskiptasjúkdómum m.a. með svona fundum og að bjóða þekktum fyrirlesurum hingað til lands. Hafa þeir verið með fyrirlestra fyrir hinar ýmsu deildir Landspítala. Ýmis fyrirtæki og félagasamtök hafa styrkt komu fyrirlesaranna.
Kostnaður: Aðgangur að fundinum og kvöldmatur er í boði ráðstefnuhaldara
Kvöldmatur: Tilkynna þátttöku til linda.olsson@bmrn.com