Frá rannsóknarkjarna Landspítala:
Frá og með 13. mars 2019 verður notuð ný jafna til að reikna gaukulsíunarhraða (GSH) út frá kreatínín gildi í sermi hjá einstaklingum 18 ára og eldri.
Nýja jafnan er svokölluð CKD-EPI jafna. Hjá einstaklingum með hærri GSH gefur nýja jafnan áreiðanlegra gildi fyrir GSH en sú jafna sem við höfum notað undanfarin ár, MDRD jafnan.
Hingað til hefur GSH gildum sem eru hærri en 60 verið svarað sem >60 ml/mín./1,73 m2. Þar sem CKD-EPI jafnan gefur áreiðanlegra gildi hjá einstaklingum með því sem næst eðlilega nýrnastarfsemi, getum við nú reiknað gildi fyrir GSH upp í 90 ml/mín./1,73 m2. Verða niðurstöður þar fyrir ofan settar fram sem > 90 ml/mín./1,73 m2.
Ingunn Þorsteinsdóttir sérfræðilæknir
Ólafur Skúli Indriðason nýrnalæknir
Runólfur Pálsson yfirlæknir
Heimild: Levey AS, Stevens LA, Schmid CH, Zhang YL, Castro AF 3rd, Feldman HI, Kusek JW, Eggers P, Van Lente F, Greene T, Coresh J; CKD-EPI (Chronic Kidney Disease Epidemiology Collaboration). A new equation to estimate glomerular filtration rate. Ann Intern Med 2009;150(9):604-12.