Landspítali vekur athygli á því að mikið álag er á spítalanum, einkum bráðamóttöku, vegna mikils fjölda sjúklinga sem leitað hefur til spítalans síðustu sólarhringa.
Fólk sem leitar á bráðamóttökuna má því gera ráð fyrir nokkurri bið eftir þjónustu en sjúklingum er forgangsraðað eftir bráðleika. Má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengi eftir þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina utan opnunartíma þeirra.
Kvöld- og helgarvakt læknavaktar
Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut er með opna móttöku alla virka daga kl. 17:00 - 23:30 og um helgar frá kl. 9:00 - 23:30.
Símavakt allan sólarhringinn
Vert er að minna á að hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700 og sinna þar faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið. Í vegvísun er lögð áhersla á að nýta þá þjónustu sem er í boði á hverjum stað fyrir sig, koma málum í réttan farveg og meta hvort þörf er á frekari þjónustu.
19 heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu
Hentugan lista yfir fimmtán heilsugæslustöðvar er að finna hérna: https://www.heilsugaeslan.is/heilsugaeslustodvar/
Einkareknar heilsugæslustöðvar eru síðan starfræktar í fjórum hverfum höfuðborgarsvæðisins og þær eru hérna:
Þjónustuvefsjá á heilsuveru
Á Heilsuveru er þjónustuvefsjá þar sem einfalt er að finna næstu heilsugæslustöð og þá þjónustu sem í boði er um land allt. Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Þar er einnig að finna öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis.
Bráðadeild landspítala
Vefsvæði bráðadeildar Landspítala Frétt um góða þjónustu og rúman opnunartíma heilsugæslu og læknavaktar