Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands vísiterar Landspítala vikuna 25. febrúar til 3. mars 2019.
Dagskráin verður með eftirfarandi hætti:
Landspítali Fossvogi - mánudaginn 25. febrúar
09:30-10:30 Bráðamóttaka
10:45-11:45 Gjörgæsla
11:45-12:45 Forstjóri Landspítala tekur á móti biskupi og fylgdarliði auk presta og djákna Landspítala í skálaherbergi annarrar hæðar
12:45-13:45 Taugalækningadeild
Endurhæfingardeild Grensási - mánudaginn 25. febrúar
14:00-14:15 Tekið á móti biskupi Íslands
14:15-15:30 Gengið um húsið
15:30 Kaffi með starfsfólki og sjúklingum
Kleppur - þriðjudaginn 26. febrúar
09:00-10:30 Starfsmannafundur sálgæslunnar á Kleppi
10:30-12:00 Fundur með starfsfólki á Kleppi og batamiðstöð, kynning á starfsemi og heimsókn á deildir
13:00-14:00/14:30 Heimsókn á fíknigeðdeild 32a
Landakot - miðvikudaginn 27. febrúar
10:00-12:00 Heimsókn á deildir á Landakoti
Vífilsstaðir - miðvikudaginn 27. febrúar
14:00-16:00 Heimsókn á deildir á Vífilsstöðum
Helgistund: Agnes biskup flytur hugleiðingu
Vöfflukaffi og samvera
Líknardeild - fimmtudaginn 28. febrúar
09:00-10:30 Fundur með deildarstjóra og yfirlækni
10:30-11:00 Helgihald í kapellunni
11:00-12:00 Skoðunarferð um líknardeildina
Barnaspítali Hringsins - föstudaginn 1. mars
10:00-12:00 Farið um Barnaspítala Hringsins
12:00-13:00 Hádegissnarl hjá Hringskonum
Kvennadeild - föstudaginn 1. mars
13:00-15:00 Heimsókn á deildir kvennadeildar. Vöfflur á fæðingarvaktinni í lokin
Guðsþjónusta - sunnudaginn 3. mars
14:00 Guðsþjónusta í Fossvogi
Þjónusta í guðsþjónustunni: Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sr. Ingólfur Hartvigsson
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar
Organisti Helgi Bragason