Margrét Birna Andrésdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala frá 1. febrúar 2019 til næstu 5 ára.
Margrét lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1984. Hún stundaði framhaldsnám í almennum lyflækningum og nýrnalækningum við Zuiderziekenhuis í Rotterdam og Radboud UMC í Nijmegen í Hollandi frá 1989 til1996. Margrét lauk doktorsprófi á sviði nýraígræðslna frá Radboud University árið 2000. Hún hefur starfað sem sérfræðingur í nýrnasjúkdómum á Landspítala frá árinu 2001 og veitt ígræðslugöngudeild forstöðu frá árinu 2003. Hún hefur gegnt starfi yfirlæknis nýrnalækninga frá 1. febrúar 2017.
Margrét hefur verið klínískur dósent við Háskóla Íslands frá því í apríl 2005. Hún hefur átt sæti í Vísindasiðanefnd og sat fyrir hönd Landspítala í stjórn Scandiatransplant á árunum 2010-2015.