Árleg Rannsóknarráðstefna sérnámslækna í lyflækningum, var haldin föstudaginn 15. febrúar 2019 á Nauthól.
Allir sérnámslæknar í skipulögðu framhaldsnámi á Landspítala eru með rannsóknarverkefni og kynna verkefni sína á ráðstefnunni sem má því teljast uppskeruhátíð þeirra.
Sérámslæknarnir fluttu erindi sín af kunnáttu og miðað við fjölda verkefnanna má vænta góðra tíðinda úr vísindavinnu þeirra. Innihaldsríkar umræður voru um verkefnin 26.
Að þessu sinni hélt dr. Karl Andersen, prófessor í hjartasjúkdómafræði, heiðursfyrirlesturinn í lok ráðstefnunnar og dr. Einar S. Björnsson, prófessor í lyflæknisfræði, fór með hvatningarorð í upphafi dags. Uppskerunni var síðan fagnað með samveru að ráðstefnunni lokinni.
Aðsókn að ráðstefnunni af sérfræðilæknum og fleiri vísindamönnum eykst með hverju ári sem virkar mjög hvetjandi fyrir vísindafólkið unga. Dr. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor, umsjónarmaður vísindaverkefna sérnámslækna á lyflækningasviði, sá um skipulagningu ráðstefnunnar eins og síðastliðin ár. Ráðstefnan var styrkt af Vistor, Sanofi og Novo Nordisk.
Rannsóknarráðstefna sérnámslækna í lyflækningum 2019 - dagskrá
Rannsóknarráðstefna sérnámslækna í lyflækningum 2019 - ágrip