Halldóra Friðgerður Víðisdóttir hefur verið settur deildarstjóri á Laugarásnum meðferðargeðdeild til eins árs frá 21. janúar 2019.
Halldóra útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og starfaði á krabbameinslækningadeild Landspítala 11E til ársins 2012. Frá 2012 hefur hún verið aðstoðardeildarstjóri á Laugarásnum meðferðargeðdeild þar sem hún hefur tekið virkan þátt í framþróun og uppbyggingu deildarinnar síðustu ár.
Í tvö ár var Halldóra fulltrúi geðsviðs í hjúkrunarráði Landspítala og um þessar mundir er hún í meistaranámi í stjórnun í heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Akureyri sem hún hyggst ljúka á haustmánuðum 2019.