Mikið álag er nú á Landspítala, einkum bráðamóttöku, vegna mikils fjölda sjúklinga sem leitað hefur til spítalans síðustu daga. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika.
Fyrsti viðkomustaðurinn
Fólk með minni veikindi og líkamstjón ætti alltaf að leita fyrst til sinnar heilsugæslu eða Læknavaktarinnar í Austurveri, ef kostur er. Þeir aðilar sinna fólki og greina - og vísa síðan til Landspítala, ef þörf krefur.
Góð þjónusta hjá heilsugæslu
Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru nítján talsins. Þær eru flestar opnar kl. 8-16 og allar með síðdegisvakt að minnsta kosti frá kl. 16-17, mánudaga til fimmtudaga. Margar stöðvar eru jafnframt með vakt til kl. 18 á virkum dögum. Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vef hverrar heilsugæslustöðvar.
Langur biðtími á bráðamóttöku
Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum reglulega forgangsraðað eftir bráðleika vegna álags og aðflæðis. Við slíkar aðstæður á Landspítala getur fólk sem er ekki í bráðri þörf þurft að bíða lengi eftir þjónustu eða verið vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina í Austurveri.
19 Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu
Hentugan lista yfir fimmtán heilsugæslustöðvar er að finna hérna:https://www.heilsugaeslan.is/heilsugaeslustodvar/
Einkareknar heilsugæslustöðvar eru síðan starfræktar í fjórum hverfum höfuðborgarsvæðisins og þær eru hérna:
Kvöld- og helgarvakt læknavaktar
Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut er með opna móttöku alla virka daga kl. 17-23:30 og um helgar frá kl. 9-23:30.
Símavakt allan sólarhringinn
Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700 og sinna þar faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið. Í vegvísun er lögð áhersla á að nýta þá þjónustu sem er í boði á hverjum stað fyrir sig, koma málum í réttan farveg og meta hvort þörf er á frekari þjónustu.
Þjónustuvefsjá á heilsuveru
Á Heilsuveru er þjónustuvefsjá þar sem einfalt er að finna næstu heilsugæslustöð og þá þjónustu sem í boði er um land allt. Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Þar er einnig að finna öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis.
Bráðadeild landspítala
Vefsvæði bráðadeildar Landspítala er hérna: https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/bradamottakan-i-fossvogi/