Frestur til að skila tillögum að málstofum og ágripum vegna Bráðadagsins 2019 rennur út 1. febrúar 2019.
Bráðadagurinn er þverfagleg og árleg ráðstefna flæðisviðs Landspítala sem verður að þessu sinni 1. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift er „Flæði bráðveikra; sjúklingar, starfsfólk og starfsumhverfi .“
Ráðstefnan í ár verður helguð flæði bráðaþjónustu með áherslu á sjúklinga, starfsfólk og starfsumhverfi.
- Óskað er eftir tillögum að málstofum sem tengjast yfirskriftinni.
- Málstofur fjalli um eitt efni og innihaldi 2-4 stutt framsöguerindi, sé stýrt af málstofustjóra og ljúki með pallborðsumræðum með þátttöku ráðstefnugesta.
- Einnig er óskað eftir ágripum fyrir veggspjaldakynningar eða erindi sem fjalla um rannsóknir og gæðaverkefni.
- Ágrip geta fjallað um bráðaþjónustu innan sem utan sjúkrahúsa, mismunandi hópa og þjónustu við sjúklinga, starfsfólkið og starfsumhverfið.
- Ágrip verða ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins.