Frá rannsóknarkjarna um aldurstengd viðmiðunarmörk fyrir kalsíum og fosfat:
Frá og með 10. janúar 2019 verða tekin upp aldurstengd viðmiðunarmörk fyrir mælingar á P/S-kalsíum og fosfat. Fyrri viðmiðunarmörk voru ekki aldurstengd. Breytingin á viðmiðunarmörkunum nú er bæði til hækkunar og lækkunar á fyrri viðmiðunarmörkum, sem hafa verið notuð um árabil.
Efri viðmiðunarmörk kalsíums fyrir fullorðna lækka úr 2,60 í 2,50 mmól/L og verða þau þar með samkvæmt samnorrænum viðmiðunarmörkum (NORIP) en á sínum tíma tók rannsóknarkjarni Landspítala þátt í undirbúningi og setningu þeirra marka (1).
Viðmiðunarmörk P/S-kalsíum fyrir börn eru sett samkvæmt rannsókn og ráðleggingum hvarfefnaframleiðandans Roche Diagnostics og fyrir P/S-fosfat eru mörkin sett samkvæmt rannsóknum og ráðleggingum Soldins et al (2,3). Við setningu þessara viðmiðunarmarka voru niðurstöður sjúklinga á ýmsum aldri skoðaðar í tölvukerfi rannsóknarkjarna og haft samráð við lækna Barnaspítala Hringsins.
1) P. Rustad, P. Felding, L. Franzson, V. Kairisto, A. Lahti, A. Mårtensson, P. Hyltoft Petersen, P. Simonsson, H. Steensland & A. Uldall.. Scand J Clin Lab Invest. 2004;64(4):271-84.
2) Fylgiskjöl frá Roche Diagnostics: Cobas Calcium CA2 Roche 2018-12, V4.0
3) Soldin SJ, et al. Pediatric reference intervals. Fifth edition; AACC Press 2005, USA
Ísleifur Ólafsson yfirlæknir
Guðrún Þórunn Ingimundardóttir tölvulífeindafræðingur
Guðmundur Sigþórsson sérfræðilæknir
Ingunn Þorsteinsdóttir sérfræðilæknir