„Frá broti til bata“ er yfirskrift málþings og námskeiðs fagdeildar bæklunarhjúkrunarfræðinga í húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, fimmtudaginn 7. febrúar 2019.
Skráning fyrir 20. janúar á fagdeildbaeklun@gmail.com með nafni og kennitölu. Verð er 1.200 kr. fyrir félagsmenn og 2.500 kr. fyrir aðra. Eftir 20. janúar hækkar verð í 2.500 kr. fyrir félagsmenn og í 4.900 kr. fyrir aðra. Hægt er að fá styrk frá stéttarfélögum fyrir námskeiðsgjaldi. Þátttakendur fá skírteini í lok námskeiðs.
Allir velkomnir!
Dagskrá
8:30- 8:45 Skráning og afhending gagna
8:45-10:30 Hjúkrun sjúklinga eftir mjaðmabrot
Námskeið ætlað hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Dr. Julie Santy-Tomlinson frá háskólanum í Manchester og ritstjóri International Journal of Orthopaedic and Trauma Nursing og Karen Hertz, sérfræðingur í hjúkrun með áherslu á trauma- og öldrunarbæklun, sjá um kennslu. Saman ritstýrðu þær kennslubók um hjúkrun aldraðra eftir beinbrot sem kom út 2018 sem notuð verður til hliðsjónar á námskeiðinu. Þær eru báðar virtir vísindamenn á sínu sviði og eftir þær liggur mikið af rituðu efni í bókum og tímaritum.
10:30-11:00 Kaffihlé
11:00-12:00 Námskeið - framhald
12:00-13:00 Hádegishlé og léttar veitingar
13:00-13:10 Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst setur málþingið
13:10-13:30 Bergþóra Baldursdóttir, sérfræðingur í öldrunarsjúkraþjálfun
Hvað einkennir þá sem detta og úlnliðsbrotna?
13:30-13:50 Guðrún Lísbet Níelsdóttir hjúkrunarfræðingur MS
Viðbrögð Landspítala við hópslysum
13:50-14:10 Kaffihlé
14:10-14:30 Margrét Guðjónsdóttir, verkefnastjóri skurðlækningasviðs
Liðskiptaátak Landspítala 2016-2018
14:30-14:50 Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir á Landakoti
Grípum brotin - forvarnarverkefni við beinþynningarbrotum
14:50-15:10 Kaffihlé
15:10-15:30 Janus Guðlaugsson, PhD íþrótta- og heilsufræðingur
Fjölþætt heilsuefling 65+ - Leið að farsælum efri árum
15:30-15:50 Dr. Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ
Líðan skurðsjúklinga á Landspítala eftir aðgerð
16:00-16:30 Aðalfundur fagdeildar bæklunarhjúkrunarfræðinga