Í tilefni af 70 ára afmæli kvennadeildar Landspítala verður hátíðardagskrá föstudaginn 11. janúar 2019 í Hringsal sem hefst kl. 14:00.
Fundarstjóri: Ingrid Kuhlman
14:00-14:05 Ávarp – Páll Matthíasson
14:05-14:15 Gæði á kvennadeild – Hulda Hjartardóttir
14:15-14:35 Kvennadeild í 70 ár – Reynir Tómas Geirsson
14:35-14:50 Líf styrktarfélag – Sigrún Arnardóttir
14:50-15:00 Litið yfir farinn veg – Guðrún G. Eggertsdóttir
15:00-15:10 Rannsóknarstofa í fæðinga-, kvenna-, barna og fjölskyldufræðum – Þóra Steingrímsdóttir
Á eftir verður samverustund með léttum veitingum og ljúfum tónum Dagskrá lýkur um kl. 16:00.
Í janúar 1949 var fæðingardeildin flutt úr þröngu húsnæði í aðalbyggingunni í nýtt hús og fékk nafnið Fæðingardeild Landspítalans. Því nafni var breytt eftir stækkun deildarinnar 1974 í kvennadeild Landspítalans. Kvennadeild er nú hluti af kvenna- og barnasviði spítalans og eru þar starfræktar fjórar deildir; fæðingarvakt, meðgöngu og sængurlegudeild, göngudeild mæðraverndar og fósturgreining og kvenlækningadeild. Deildirnar sinna sérhæfðri heilbrigðisþjónustu fyrir konur á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu ásamt því að þjónusta konur með vandamál vegna kvensjúkdóma.
Fræðsludagskrá fyrir hádegi 11. janúar