Gallup færði gjafasjóði barna- og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL, undir lok árs 2018, styrk fyrir hönd þátttakenda í viðhorfahópi fyrirtækisins.
Í Viðhorfahópi Gallup eru um 25.000 einstaklingar sem hafa samþykkt að svara könnunum Gallup reglulega á Netinu. Með þátttöku í þessum hópi hafa þátttakendur bein áhrif á starfsemi og þjónustu ótal fyrirtækja, stofnana og samtaka sem nota niðurstöður til að mæta þörfum viðskiptavina sinna enn betur. Þátttakan gerir Gallup einnig kleift að miðla til þjóðarinnar viðhorfum Íslendinga til ýmissa málefna líðandi stundar, t.d. í Þjóðarpúlsi Gallup. Að auki er mikilvægur þáttur í starfsemi viðhorfahópsins að styrkja góð málefni en Gallup veitir reglulega styrki til góðgerðarmála fyrir hönd þátttakendanna.