Bráðadagurinn, þverfagleg ráðstefna flæðisviðs Landspítala, verður haldinn þann 1. mars 2019 á Hilton Reykjavík Nordica.
Yfirskrift: Flæði bráðveikra; sjúklingar, starfsfólk og starfsumhverfi
Skil á tillögum að málstofum og ágripum í síðasta lagi 1. febrúar 2019.
Ráðstefnan í ár verður helguð flæði bráðaþjónustu með áherslu á sjúklinga, starfsfólk og starfsumhverfi.
- Óskað er eftir tillögum að málstofum sem tengjast yfirskriftinni.
- Málstofur fjalli um eitt efni og innihaldi 2-4 stutt framsöguerindi, sé stýrt af málstofustjóra og ljúki með pallborðsumræðum með þátttöku ráðstefnugesta.
- Einnig er óskað eftir ágripum fyrir veggspjaldakynningar eða erindi sem fjalla um rannsóknir og gæðaverkefni.
- Ágrip geta fjallað um bráðaþjónustu innan sem utan sjúkrahúsa, mismunandi hópa og þjónustu við sjúklinga, starfsfólkið og starfsumhverfið.
- Ágrip verða ritrýnd og birt í fylgiriti Læknablaðsins.