Yfirlýsing Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Landspítala vegna fjölmiðlaumfjöllunar um nýjan rammasamning um kaup á þvagvörum og þvagleggjum:
Hinn 1. nóvember síðastliðinn tók gildi nýr samningur um þvagleggi og þvagvörur, í kjölfar sameiginlegs útboðs Landspítala og SÍ. Borið hefur á gagnrýni á niðurstöðu útboðsins og því verið haldið fram að ástæða breytinga á vöruúrvali sé eingöngu sparnaður og að notendur hafi nú ekki kost á nægilega góðum þvagleggjum af ákveðinni gerð, svokölluðum aftöppunarþvagleggjum.
Í útboðsgögnum koma meðal annars fram þær kröfur sem gerðar eru til þeirra vara sem boðnar eru út og hvernig kaupandi muni meta vöruna; bera saman tilboð og vægi verðs og gæða. Við opnun tilboða hjá Ríkiskaupum kom í ljós að þrjú gild tilboð bárust í vöruflokkinn „aftöppunarþvagleggi“. Fagfólk á þessu sérsviði prófaði vörur samkvæmt öllum gildum tilboðum og gaf þeim umsögn. Niðurstaðan var að taka tilboðum tveggja bjóðenda í þessum vöruflokki. Í því vöruúrvali eru vörur sem eru notaðar um heim allan og eru hannaðar og framleiddar í samræmi við allar gæðakröfur sem gerðar eru til þvagleggja í dag, sjá nánar medor.is.
Umræðan hefur snúist um að SÍ hafi tekið ákveðnar vörur út úr rammasamningi. Hið rétta er að ekki barst gilt tilboð í umræddar vörur og samkvæmt lögum um opinber innkaup er kaupanda óheimilt að semja um aðrar vörur en þær sem boðnar eru með gildu tilboði.
Landspítali og SÍ harma þann misskilning sem einkennt hefur umræðuna og hvetja til upplýstrar umfjöllunar sem skapar hvorki ótta né óöryggi hjá notendum.
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Rúnar Bjarni Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala
Hinn 1. nóvember síðastliðinn tók gildi nýr samningur um þvagleggi og þvagvörur, í kjölfar sameiginlegs útboðs Landspítala og SÍ. Borið hefur á gagnrýni á niðurstöðu útboðsins og því verið haldið fram að ástæða breytinga á vöruúrvali sé eingöngu sparnaður og að notendur hafi nú ekki kost á nægilega góðum þvagleggjum af ákveðinni gerð, svokölluðum aftöppunarþvagleggjum.
Í útboðsgögnum koma meðal annars fram þær kröfur sem gerðar eru til þeirra vara sem boðnar eru út og hvernig kaupandi muni meta vöruna; bera saman tilboð og vægi verðs og gæða. Við opnun tilboða hjá Ríkiskaupum kom í ljós að þrjú gild tilboð bárust í vöruflokkinn „aftöppunarþvagleggi“. Fagfólk á þessu sérsviði prófaði vörur samkvæmt öllum gildum tilboðum og gaf þeim umsögn. Niðurstaðan var að taka tilboðum tveggja bjóðenda í þessum vöruflokki. Í því vöruúrvali eru vörur sem eru notaðar um heim allan og eru hannaðar og framleiddar í samræmi við allar gæðakröfur sem gerðar eru til þvagleggja í dag, sjá nánar medor.is.
Umræðan hefur snúist um að SÍ hafi tekið ákveðnar vörur út úr rammasamningi. Hið rétta er að ekki barst gilt tilboð í umræddar vörur og samkvæmt lögum um opinber innkaup er kaupanda óheimilt að semja um aðrar vörur en þær sem boðnar eru með gildu tilboði.
Landspítali og SÍ harma þann misskilning sem einkennt hefur umræðuna og hvetja til upplýstrar umfjöllunar sem skapar hvorki ótta né óöryggi hjá notendum.
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Rúnar Bjarni Jóhannsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala