Landspítali hefur gefið út nýjan bækling með leiðbeiningum til undirbúnings ungmenna með langvinn veikindi vegna flutninga frá barnaspítala yfir í heilbrigðisþjónustu fyrir fullorðna á öðrum deildum spítalans. Útgáfan er í samræmi við starfsáætlun Landspítala árið 2018 um skriflegar útskriftarleiðbeiningar.
Útskrift af barnaspítala kallar á góðan undirbúning og skipulag af hálfu fagfólks í samstarfi við ungmennið og fjölskyldu þess. Því hefur einnig verið þróaður matslisti með spurningum fyrir ungmennin sem gagnlegt getur verið að leita svara við hjá sínum fagfólki
Markmiðið með útgáfu bæklingsins og matslistans er að auka sjálfstæði ungmennisins með bættri þekkingu á heilsuvandanum en einnig að þau gerist sínir eigin málsvarar um óskir og þarfir fyrir heilbrigðisþjónustu.
Ungmenni með langvinnan heilsufarsvanda
Matslisti fyrir flutning frá barnasviði yfir á fullorðinssvið