Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands stendur 3. og 4. janúar 2019 fyrir 19. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnunni en þar koma saman allir helstu vísindamenn landsins á þessum sviðum.
Á dagskrá eru kynningar á 240 rannsóknum sem ná yfir öll fræðasvið líf- og heilbrigðisvísinda. Boðið verður upp á málstofur á ensku og opna fyrirlestra fyrir almenning þar sem fjallað verður um spennandi málefni úr líf- og heilbrigðisvísindum á aðgengilegan hátt.
Opnir fyrirlestrar fyrir almenning:
Bryndís Eva Birgisdóttir, prófessor í næringarfræði, og Bertrand Lauth, lektor í geðlæknisfræði, fjalla um áhrif mataræðis á geðraskanir barna
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði, fjallar um fæðuöryggi Íslendinga og hver eru áhrif framleiðsluþátta og uppruna matvæla á bakteríur
Gestafyrirlesarar:
Martin Ingi Sigurðsson svæfingalæknir greinir frá starfi sínu með Team Heart hjálparamtökunum í Rúanda við framkvæmd opinna hjartaskurðaðgerða,
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði, fjallar um hvort hægt sé að meta heilsu til fjár.
Bergþór Hauksson, þróunarstjóri hjá CCP, greinir frá samþættingu leikja og vísinda.
Nánar á vef Háskóla Íslands