Steinunn Þórðardóttir hefur verið ráðin yfirlæknir heilabilunarhluta öldrunarlækningadeildar Landspítala.
Steinunn lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands í júní 2004. Hún fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 2005 og í Svíþjóð 2008. Steinunn fékk sérfræðileyfi í almennum lyflækningum 2012, sérfræðileyfi í öldrunarlækningum í Svíþjóð 2013 og á Íslandi í október 2014.
Steinunn var kennslustjóri við öldrunarlækningadeild Karólinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þ.e. hafði umsjón með verklegri og bóklegri kennslu 3. árs læknanema árin 2011-2012. Hún hefur verið kennslustjóri sérnáms í lyflækningum á Landspítala frá mars 2018.
Steinunn lauk doktorsprófi frá Karolinska Institutet 2018 og ber doktorsritgerðin heitið „Biomarkers in preclinical familial Alzheimer disease.“ Steinunn hefur verið virk í rannsóknum og nú eru á ritskrá Steinunnar 17 vísindagreinar í ritrýndum tímaritum. Steinunn tekur við starfi yfirlæknis til næstu fimm ára.