Breytt lög um brottnám líffæra og ætlað samþykki taka gildi í ársbyrjun 2019. Af þessu tilefni verður haldinn opinn fræðslufundur mánudaginn 10. desember kl. 12:00-13:00 í Hringsal Landspítala við Hringbraut.
Fundurinn er öllum opinn. Hann verður jafnframt í beinni útsendingu á samfélagsmiðlinum Facebook og innri samskiptamiðli Landspítala, Workplace.
Vefsvæði verkefnisins er hérna á vef Landlæknis
Dagskrá
Dagskrárefnið kynnt
Alma D. Möller, landlæknir
Líffæragjafir á Íslandi
Kristinn Sigvaldason yfirlæknir
Líffæraígræðslur á Íslandi
Runólfur Pálsson yfirlæknir
Ígræðslulækningar – Framtíðarsýn
Jóhann Jónsson yfirlæknir
Fundarstjóri
Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
Umræður og fyrirspurnir verða í um það bil 20-25 mínútur í lok fundar.
Annar fundur 20. desember
Þess má geta að annar fræðslufundur um sama málefni með svipuðu sniði verður haldinn í Blásölum Landspítala í Fossvogi fimmtudaginn 20. desember 2018 kl. 12:00-13:00.
Allir verða líffæragjafar
Hægt er að bjarga lífum með því að gefa líffæri. Í öðrum tilvikum er mögulegt að lengja ævi fólks og bæta heilsu þess og líðan með líffæragjöf. Allir landsmenn verða sjálfkrafa líffæragjafar frá og með nýársdegi 2019 í samræmi við ný lög sem taka þá gildi.
Hægt að skrá undantekningar
Þeir sem kunna að vera andvígir því að gefa líffæri skrái það á Heilsuveru eða á vef Embættis landlæknis. Þeir sem ekki nota tölvur eða stunda tölvusamskipti geta leitað aðstoðar heimilislækna sinna við að skrá afstöðu sína frá 1. janúar 2019.