Afhentir voru styrkir til klínískra rannsókna átta ungra vísindamanna á Landspítala úr Vísindasjóði LSH þriðjudaginn 4. desember 2018 í Hringsal. Styrkþegarnir gerðu þar grein fyrir rannsóknum sínum. Meðal viðstaddra var Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Arnar Jan Jónsson læknir: Samþætt kjarnanám í bráðagreinum lækninga.
Meðumsækjandi: Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga
Rannsókn: Langvinnur nýrnasjúkdómur á Ísland
Aðrir samstarfsmenn: Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðingur í nýrnalækningum, Landspítala, Sigrún Helga Lund, tölfræðingur og prófessor við Miðstöð lýðheilsuvísinda.
Erna Hinriksdóttir læknir, geðsvið
Meðumsækjandi: Halldóra Jónsdóttir, sérfræðilæknir, geðsvið
Rannsókn: Nýgengi og algengi geðklofa og annarra geðrofssjúkdóma á Íslandi.
Aðrir samstarfsmenn: Nanna Briem yfirlæknir, MD, sérfræðilæknir, geðsvið LSH., Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor, MD, sérfræðilæknir, geðsvið LSH, Oddur Ingimarsson geðlæknir, MD, PhD, sérfræðilæknir, geðsvið LSH, Erik Brynjar Eriksson geðlæknir, MD, sérfræðilæknir, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Guðmundur Karl Sigurðsson heimilislæknir, MD, sérfræðilæknir, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.
Guðrún Björg Steingrímsdóttir sérnámslæknir, flæðisvið
Meðumsækjandi: Brynjólfur Árni Mogensen, prófessor emeritus, forstöðumaður og yfirlæknir emeritus, flæðisvið.
Rannsókn: Sár vetrarins. Faraldsfræði alvarlegra áverka og áverkadauða á Íslandi
Aðrir samstarfsmenn: Professor Torben Wisborg, Háskólanum í Tromsö, dr. Håkon Kvale Bakke, rannsóknarteymi í svæfingum og gjörgæslu, Rana, Noregi, dr. Trond Dehli, Háskólaspítalanum Tromsö, Noregi.
Guðrún Lísbet Níelsdóttir hjúkrunarfræðingur, flæðisvið
Meðumsækjandi: Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, forstöðumaður/dósent, flæðisvið
Rannsókn: Þolmörk Landspítala í hópslysum – bráðaviðbrögð og áhrif á flæði sjúklinga eftir tvö rútuslys
Aðrir samstarfsmenn: Brynjólfur Mogensen (BM) Rannsóknastofa LSH og HÍ í bráðafræðum próf. emeritus, Jón Magnús Kristjánsson (JMK) bráðamóttaka LSH, yfirlæknir bráðalækninga LSH, Sólrún Rúnarsdóttir (SR) skrifstofa flæðisviðs, hjúkrunarfræðingur, gæðastjóri
Halla Ósk Ólafsdóttir sálfræðingur, geðsvið
Meðumsækjandi: Engilbert Sigurðsson yfirlæknir - prófessor í geðlæknisfræði við HÍ, geðsvið
Rannsókn: Sérhæfð meðferð og snemmtækt inngrip við geðhvörfum á Íslandi
Aðrir samstarfsmenn: Brynja B. Magnúsdóttir, PhD, lektor við Háskólann í Reykjavík, sálfræðingur á geðsviði LSH, Berglind Guðmundsdóttir, PhD, dósent við Háskóla Íslands, yfirsálfræðingur á geðsviði LSH, Nanna Briem, yfirlæknir á endurhæfingardeild Laugarási við geðsvið LSH
Helgi Kristinn Björnsson læknir, lyflækningasvið
Meðumsækjandi: Einar Stefán Björnsson yfirlæknir, lyflækningasvið
Rannsókn: Lifrarskaði af völdum krabbameinslyfja
Aðrir samstarfsmenn: Ásgerður Sverrisdóttir, sérfræðingur í krabbameinslækningum. MD, PhD. Landspítali.
I. Margrét Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur, kvenna- og barnasvið
Rannsókn: Sálfélagsleg stuðningsmeðferð fyrir fjölskyldur unglinga með ADHD: sjónarmið foreldra og unglinga
Aðrir samstarfsmenn: Dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir hjúkrunarfræðingur, PhD, HÍ.
Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen læknir, flæðisvið
Meðumsækjandi: Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, innkirtlasérfræðingur og klínískur prófessor, lyflækningasvið
Rannsókn: Afleiðing höfuðhöggs hjá íþróttakonum, möguleg vanstarfsemi á heiladingli,taugasálfræðileg skerðing og lífsgæði
Aðrir samstarfsmenn: María Kristín Jónsdóttir, klínískur sálfræðingur, dósent, Háskólinn í Reykjavík, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Háskólinn í Reykjavík