Gengið hefur verið frá samningi við Securitas um sjálfvirkt hitastigseftirlit í öllum lyfjageymslum Landspítala.
Með því þarf ekki lengur að handskrá hitastig heldur verður hægt að fletta hitastigi upp í rauntíma og skoða aftur í tímann hvenær sem er á sérstöku vefsvæði.
Ef hitastig fer út fyrir skilgreind mörk kemur viðvörun í tölvupósti eða í síma.
Unnið er að því að kortleggja nákvæmlega staðsetningu lyfjageymslna og kæliskápa sem geyma lyf áður en innleiðing hefst.
Apótekið mun stilla upp innleiðingaráætlun sem unnið verður eftir.
Gert er ráð fyrir að hefja innleiðingu mælanna fyrri hluta desembermánaðar 2018 og áætlað að hún taki nokkrar vikur.
Þessi innleiðing mun auka öryggi sjúklinga með því að tryggja að lyfin séu geymd við réttar og skilgreindar aðstæður fyrir utan að létta töluverðri vinnu af hjúkrunarfræðingum við skráningu hitastigs í öllum lyfjageymslum.
Með því þarf ekki lengur að handskrá hitastig heldur verður hægt að fletta hitastigi upp í rauntíma og skoða aftur í tímann hvenær sem er á sérstöku vefsvæði.
Ef hitastig fer út fyrir skilgreind mörk kemur viðvörun í tölvupósti eða í síma.
Unnið er að því að kortleggja nákvæmlega staðsetningu lyfjageymslna og kæliskápa sem geyma lyf áður en innleiðing hefst.
Apótekið mun stilla upp innleiðingaráætlun sem unnið verður eftir.
Gert er ráð fyrir að hefja innleiðingu mælanna fyrri hluta desembermánaðar 2018 og áætlað að hún taki nokkrar vikur.
Þessi innleiðing mun auka öryggi sjúklinga með því að tryggja að lyfin séu geymd við réttar og skilgreindar aðstæður fyrir utan að létta töluverðri vinnu af hjúkrunarfræðingum við skráningu hitastigs í öllum lyfjageymslum.