Agnes Smáradóttir hefur verið ráðin yfirlæknir lyflækninga krabbameina á lyflækningasviði Landspítala frá 1. desember 2018 til næstu 5 ára.
Agnes lauk embættisprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands 1995, stundaði sérfræðinám við University of Connecticut og lauk þaðan prófi í almennum lyflækningum 2002 og blóðmeinasjúkdómum og lyflækningum krabbameina árið 2005. Agnes starfaði sem sérfræðingur í lyflækningum krabbameina á Landspítala á árunum 2005-2014, Gundersen Health System, La Crosse, Wisconsin 2014-2017, kom svo aftur á Landspítala árið 2017.