Málþing til heiðurs geðlæknunum Halldóru Ólafsdóttur og Óttari Guðmundssyni verður haldið föstudaginn 16. nóvember kl. 15-17 í Hringsal Landspítala.
"Forsaga málsins er sú að ákveðið var á yfirlæknafundi í vor að heiðra þessa ágætu geðlækna, sem bæði urðu sjötug á árinu, með málþingi. Þau hafa staðið fyrir mörgum fræðslufundum gegnum tíðina á Landspítala, á Læknadögum og á vegum Geðlæknafélags Íslands sem hafa jafnan einkennst af metnaði og skemmtilegri framsetningu. Ekki kom því annað til greina en að málþing þeim til heiðurs yrði á slíkum nótum; aðeins öðruvísi, ef svo má að orði komast," segir Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala.
"Við höfum fengið tvo valinkunna fyrirlesara og fræðimenn til að halda erindi þeim til heiðurs. Í lok málþingsins verða í boði ljúffengar veitingar og spjall í góðra vina hópi. Dagskráin verður enn fremur krydduð með tónlistarflutningi," bætir Engilbert við.
Fyrri fyrirlesarinn verður Unnur Jakobsdóttir Smári sálfræðingur sem starfar nú meðal annars í einhverfuteymi geðsviðs og mun erindi hennar tengjast einhverfurófinu. Halldóra Ólafsdóttir leiddi sem yfirlæknir stofnun og þróun greiningarvinnu teymisins um árabil, framan af í samvinnu við Pál Magnússon sálfræðing.
Seinni fyrirlesarinn verður Torfi Tulinius, bókmenntafræðingur og prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum. Hann mun leita fanga á léttum nótum í sagnaarfi Íslendinga sem er sameiginlegt áhugamál hans og Óttars.
Fundarstjóri verður Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir sem vann um árabil með þeim báðum á göngudeild og bráðamóttöku geðsviðs. Hún setur fundinn kl. 15. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, mun jafnframt segja nokkur orð í lok dagskrár um kl. 16:15.
"Forsaga málsins er sú að ákveðið var á yfirlæknafundi í vor að heiðra þessa ágætu geðlækna, sem bæði urðu sjötug á árinu, með málþingi. Þau hafa staðið fyrir mörgum fræðslufundum gegnum tíðina á Landspítala, á Læknadögum og á vegum Geðlæknafélags Íslands sem hafa jafnan einkennst af metnaði og skemmtilegri framsetningu. Ekki kom því annað til greina en að málþing þeim til heiðurs yrði á slíkum nótum; aðeins öðruvísi, ef svo má að orði komast," segir Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala.
"Við höfum fengið tvo valinkunna fyrirlesara og fræðimenn til að halda erindi þeim til heiðurs. Í lok málþingsins verða í boði ljúffengar veitingar og spjall í góðra vina hópi. Dagskráin verður enn fremur krydduð með tónlistarflutningi," bætir Engilbert við.
Fyrri fyrirlesarinn verður Unnur Jakobsdóttir Smári sálfræðingur sem starfar nú meðal annars í einhverfuteymi geðsviðs og mun erindi hennar tengjast einhverfurófinu. Halldóra Ólafsdóttir leiddi sem yfirlæknir stofnun og þróun greiningarvinnu teymisins um árabil, framan af í samvinnu við Pál Magnússon sálfræðing.
Seinni fyrirlesarinn verður Torfi Tulinius, bókmenntafræðingur og prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum. Hann mun leita fanga á léttum nótum í sagnaarfi Íslendinga sem er sameiginlegt áhugamál hans og Óttars.
Fundarstjóri verður Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir sem vann um árabil með þeim báðum á göngudeild og bráðamóttöku geðsviðs. Hún setur fundinn kl. 15. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, mun jafnframt segja nokkur orð í lok dagskrár um kl. 16:15.