Svefntími fólks í vaktavinnu er að styttast og fær það um 7 klukkustunda skemmri svefn á viku en fólk sem vinnur reglulegan vinnutíma. Þetta kom meðal annars fram í erindi Erlu Björnsdóttur, sálfræðings og doktors í líf- og læknavísindum, á málþingi Dags vinnuverndar á Landspítala í október 2018. Þingið hafði yfirskriftina „Vaktavinna, svefn og lífsstíll.“
Erla ræðir hérna erindi sitt en það fjallaði um svefn og heilsu með áherslu á svefn vaktavinnufólks. Einnig er talað við Ingibjörgu Gunnarsdóttur, deildarstjóra á næringarstofu Landspítala, um tengsl svefnleysis og næringar.
Berglind Helgadóttir, sjúkraþjálfari hjá mannauðssviði, skipulagði málþingið en átak sem tengist lífsstíl, vaktavinnu og hvíldarákvæðum er hafið á Landspítala.
Erla ræðir hérna erindi sitt en það fjallaði um svefn og heilsu með áherslu á svefn vaktavinnufólks. Einnig er talað við Ingibjörgu Gunnarsdóttur, deildarstjóra á næringarstofu Landspítala, um tengsl svefnleysis og næringar.
Berglind Helgadóttir, sjúkraþjálfari hjá mannauðssviði, skipulagði málþingið en átak sem tengist lífsstíl, vaktavinnu og hvíldarákvæðum er hafið á Landspítala.