Landspítali hefur undanfarin 5 ár tekið þátt í vísindarannsókninni SENATOR sem var framkvæmd á sex háskólasjúkrahúsum í Evrópu. Tilgangur rannsóknarinnar er að þróa og prófa hugbúnað sem metur og gefur ráðleggingar um lyfjameðferð og aðrar meðferðarleiðir hjá fjölveikum eldri einstaklingum. Í rannsókninni er m.a. lagt mat á hvort ráðleggingar frá SENATOR hugbúnaðinum dragi úr algengi aukaverkana lyfja.
Öflun þátttakenda í SENATOR er nú lokið og viðamikil úrvinnsla gagna er hafin. Á bráðadeildum Landspítala tóku rúmlega 400 sjúklingar þátt í rannsókninni og spítalinn var í öðru sæti af hinum sex SENATOR-setrum í Evrópu hvað fjölda þátttakenda snertir.
Bakhjarl SENATOR er vísindastyrkur frá 7. rammaáætlun Evrópusambandsins og þátttökuskilyrði voru meðal annars að vera orðinn 65 ára, greining að minnsta kosti þriggja langvinnra sjúkdóma og bráðainnlög. Nákvæm greining var gerð á fyrirfram skilgreindum skilmerkjum sem hafa tengsl við aukaverkanir lyfja, svo sem óráð, byltur, salttruflanir og blæðingar).
Á meðfylgjandi mynd er hluti rannsóknarteymis SENATOR. Frá vinstri eru Ólafur Samúelsson öldrunarlæknir og meðrannsakandi, Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar á Landspítala og Ástrós Sverrisdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri SENATOR. Á myndina vantar Pétur S. Gunnarsson lyfjafræðing.
SENATOR-teymið á Landspítala vill koma á framfæri þökkum til þátttakenda, sem og starfsfólks fyrir stuðning og jákvætt viðmót í tengslum við framkvæmd rannsóknarinnar. Sérstakar þakkir fá heilbrigðis- og upplýsingatæknideild, stjórnendur og aðrir sem leitað var til á rannsóknartímabilinu.
Þess má geta að á vefsvæði SENATOR eru nánari upplýsingar um rannsóknina. Þar má jafnframt sjá kynningarmyndskeið um SENATOR: https://www.senator-project.eu/
Og hér gefur á að líta stutta vísindamínútu með viðtali við Aðalstein Guðmundsson öldrunarlækni um SENATOR: https://www.facebook.com/Landspitali/videos/1493204757409932/
Öflun þátttakenda í SENATOR er nú lokið og viðamikil úrvinnsla gagna er hafin. Á bráðadeildum Landspítala tóku rúmlega 400 sjúklingar þátt í rannsókninni og spítalinn var í öðru sæti af hinum sex SENATOR-setrum í Evrópu hvað fjölda þátttakenda snertir.
Bakhjarl SENATOR er vísindastyrkur frá 7. rammaáætlun Evrópusambandsins og þátttökuskilyrði voru meðal annars að vera orðinn 65 ára, greining að minnsta kosti þriggja langvinnra sjúkdóma og bráðainnlög. Nákvæm greining var gerð á fyrirfram skilgreindum skilmerkjum sem hafa tengsl við aukaverkanir lyfja, svo sem óráð, byltur, salttruflanir og blæðingar).
Á meðfylgjandi mynd er hluti rannsóknarteymis SENATOR. Frá vinstri eru Ólafur Samúelsson öldrunarlæknir og meðrannsakandi, Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar á Landspítala og Ástrós Sverrisdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri SENATOR. Á myndina vantar Pétur S. Gunnarsson lyfjafræðing.
SENATOR-teymið á Landspítala vill koma á framfæri þökkum til þátttakenda, sem og starfsfólks fyrir stuðning og jákvætt viðmót í tengslum við framkvæmd rannsóknarinnar. Sérstakar þakkir fá heilbrigðis- og upplýsingatæknideild, stjórnendur og aðrir sem leitað var til á rannsóknartímabilinu.
Þess má geta að á vefsvæði SENATOR eru nánari upplýsingar um rannsóknina. Þar má jafnframt sjá kynningarmyndskeið um SENATOR: https://www.senator-project.eu/
Og hér gefur á að líta stutta vísindamínútu með viðtali við Aðalstein Guðmundsson öldrunarlækni um SENATOR: https://www.facebook.com/Landspitali/videos/1493204757409932/