Kvenfélagið Hringurinn hefur fært skurðdeildinni á Landspítala Hringbraut þrjú tæki að gjöf sem afhent voru í október 2018. Öll gagnast tækin vel við aðgerðir á börnum og eru kærkomin.
- Natason barnahaki er lifrarhaki sem notaður er við opnar kvðarholsaðgerðir. Jafnframt er hægt að festa haka á arminn sem auðveldar aðgengi fyrir skurðlækna, til dæmis við halda lifur frá.
- Endoeye er 5 mm „optic “ eða auga sem er áfast ljóskapli. Endoeye hentar vel við kviðsjáraðgerðir í litlu rými, t.d. vegna þindarslits eða botnlangaaðgerðir svo dæmi séu nefnd.
- Blöðruómtæki gerir kleyft að fylgjast með þvagmagni fyrir og eftir skurðaðgerð hjá börnum