Bor- og sprengivinna fyrir nýja meðferðarkjarnann hefst fimmtudaginn 11. október 2018. Byrjað verður á sprengivinnu neðan (sunnan) gömlu Hringbrautar 11. október en mánudaginn 15. október er áætlað að hefja vinnu upp við barnaspítalann.
Sprengt er kl. 11:00, 14:30 OG 17:30
Sprengingar næstu daga eru í talsverðri fjarlægð frá spítalanum og ættu að hafa lítil áhrif. Verktakinn heldur sig við fyrirfram ákveðna sprengitíma samkvæmt útboðsgögnum - klukkan 11:00, 14:30 og 17:30.Bannmerkingar
Nokkrum fjölda bifreiða er lagt þannig neðan gömlu Hringbrautar að erfitt er fyrir verktaka að komast um. Verktaki hyggst bannmerkja og girða þessa betur. Fólk er beðið um að virða merkingar á framkvæmdastæði til að komast hjá því að bifreiðar verði dregnar burtu. Vakin er sérstök athygli á nýjum bílastæðum við BSÍ þar sem er alltaf eru laust.
Nýtt vefsvæði
Nánari upplýsingar um verkefnið og tengiliði er meðal annars að finna á nýju vefsvæði á ytri vef Landspítala.