MDN félagið færði taugalækningadeild á Landspítala baðbekk og hóstavél að gjöf í september 2018. Einnig færði félagið sjúkraþjálfuninni í Fossvogi Nustep T4r fjölþjálfa. Félagið hefur undanfarin ár fært þessum deildum fjölmargar gjafir og þannig verið starfseminni ómetanlegur bakhjarl.
Myndir:
Steinunn Ásta Björnsdóttir, Sólveig J. Haraldsdóttir, deildarstjóri taugalækningadeildar, Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, Ragnheiður S. Einarsdóttir, yfirsjúkraþjálfari Landspítala, Sara Hafsteinsdóttir, yfirsjúkraþjálfari Fossvogi og Jónína Valdís Stefánsdóttir.
Tækin sem MND félagið gaf: Baðbekkur, hóstavél og T43 fjölþjálfi.