Í tilefni starfsloka Sigurðar Guðmundssonar, smitsjúkdómalæknis og prófessors við Háskóla Íslands, verður haldið málþing honum til heiðurs föstudaginn 19. október 2018 frá kl. 13:00 til 16:00 í Hringsal. Sigurður varð sjötugur þann 25. september og lauk starfsferli hans um mánaðamótin. Hann verður þó enn um sinn í hlutastarfi á Landspítala.
Fundarstjórar á málþinginu verða Magnús Gottfreðsson og Már Kristjánsson.
Dagskrá
13:00-13:05; Ávarp: Már Kristjánsson13:05-13:45; Dr. Alison Holmes, prófessor í smitsjúkdómum, Imperial College, London, England
‘’New frontiers in approaches to AMR’’
13:45-14:30; Dr Amiee Zaas MD, MHS, kennslustjóri í almennum lyflækningum, Duke University Medical Center, Norður Karólína, Bandaríki Norður-Ameríku
“On being a Mentor: Legacies and Lifelong Learning”
14:30-15:00; Helga Erlendsdóttir, klínískur prófessor við læknadeild HÍ
“Rannsóknarsamstarf í meira en aldarfjórðung”
15:00-15:30; Dr. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir og prófessor við HÍ
„Samverkamaður á spítala, hjá landlækni og í Háskóla Íslands“
15:30; Dr. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, sérfræðilæknir á Landspítala
„Kveðja frá samstarfsmönnum“
15:35; Slit dagskrár, léttar veitingar í boði lyflækningasviðs/smitsjúkdómalækninga Landspítala