Sigfús Örvar Gizurarson hefur verið settur yfirlæknir hjartaraflífeðlisfræði. Brennsluaðgerðir vegna hjartsláttartruflana, ekki síst gáttatifs, sem og önnur inngrip til meðferðar á taktruflunum, hafa öðlast ört vaxandi mikilvægi á undanförnum árum. Veruleg ásókn hefur verið í þessar aðgerðir hérlendis og er setning Sigfúsar í stöðu yfirlæknis liður í að reyna að mæta aukinni eftirspurn með því að styrkja þessa starfsemi til muna.
Sigfús er sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og stundaði sérfræðinám í lyflækningum, hjartalækningum og raflífefðlisfræði hjartans við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð. Hann hlaut sérþjálfun í brennsluaðgeðrum og ísetningu gangráða og bjargráða við Toronto General Hospital í Toronto í Kanada. Þá starfaði Sigfús um nokkurra ára skeið sem sérfræðingur við Sahlgrenska sjúkrahúsið eftir sérnám sitt í Svíþjóð. Sigfús hefur lokið doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla.
Undanfarið hefur Sigfús hefur stundað klínískar rannsóknir á meðferð hjartsláttartruflana þar á meðal á mikilvægi brennsluaðgerða vegna gáttatifs. Hans næsti yfirmaður er Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga.
Leit
Loka