Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir hefur verið endurráðin yfirlæknir hjartaþræðinga til næstu fimm ára. Hún hefur gengt stöðunni frá 2013 og hefur getið sér mjög góðan orðstí sem stjórnandi.
Ingibjörg er sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Hún lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands og stundaði sérfræðinám í lyflækningum og hjartalækningum með séráherslu á hjartaþræðingar og inngripum á kransæðum við Western General Hospital og Royal Infirmary í Edinborg í Skotlandi. Þá hlaut hún sérstaka þjálfun í flóknum inngripum á kransæðum og ósæðarlokuskiptum með þræðingatækni við Freeman Hospital í Newcastle í Englandi. Ingibjörg hefur lokið doktorsprófi frá Háskólanum í Edinborg.
Ingibjörg hefur stundað grunnrannsóknir á starfsemi æðaþels og tekið þátt í mörgum fjölsetra alþjóðlegum rannsóknum á meðferð krannsæðasjúkdóms, þar á meðal GLAGOV, iFR Swedeheart og Notion II. Ingibjörg er ein af kennslustjórum lyflækningaviðs. Hennar næsti yfirmaður er Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga.