Í næstu viku, dagana 2. - 4. október fer fram Síðfræðiráðstefna Læknafélags Íslands (LÍ) og Alþjóðalæknafélagsins (World Medical Association) í Hörpu. Samhliða fer fram ársþing Alþjóðalæknafélagsins og aðalfundur þess. Aðalfundurinn er haldinn hérlendis í tilefni 100 ára afmælis LÍ. Sjö starfsmenn Landspítalans taka þátt í dagskrá siðfræðiráðstefnunnar ásamt fjölda annarra íslenskra og erlendra fyrirlesara. Þetta eru þau Jón Snædal öldrunarlæknir sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, Reynir Arngrímsson erfðalæknir og formaður LÍ, Páll Matthíasson geðlæknir og forstjóri , Þórhildur Kristinsdóttir öldrunarlæknir, Arna Einarsdóttir líknarlæknir, Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi, Runólfur Pálsson nýrnalæknir og Hulda Hjartardóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á tengli á heimasíðu LÍ (www.lis.is) og þar eru nánari upplýsingar um dagskrána. Til umfjöllunar verða helstu siðfræðilegu viðfangsefni sem starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar standa frammi fyrir.
Má þar t.d. nefna:
- Góðir starfshættir – Genfaryfirlýsing WMA
- Rannsóknir á mönnum - Helsinkiyfirlýsing WMA
- Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu og meðferðarhindranir
- Líknarmeðferð
- Dánaraðstoð – skýrslur frá fundarlotum WMA í fjórum heimsálfum
- Meðferð og eignarhald heilbrigðisupplýsinga
- Gervigreind
- Persónusniðin erfðaheilbrigðisþjónusta
- Fósturgreining
- Heilsugæsla óskráðra innflytjenda
- Læknisþjónusta á átaka- og stríðshrjáðum svæðum
Einnig er hægt að skoða Facebook-síðu ráðstefnunnar hérna: https://www.facebook.com/WMA2018EthicsReykjavik/