Framkvæmdastjórn Landspítala hefur samþykkt starfsáætlun spítalans í umhverfismálum 2018-2020. Byggt er á stefnu, umhverfisstefnu og loftslagsmarkmiðum Landspítala auk heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, 3, 7, 12, 13 og 17. Árangur sem spítalinn hefur náð í umhverfismálum byggir á góðu og áhugasömu starfsfólki sem tekur þátt af fullum þunga.
Umhverfisáherslur Landspítala eru þríþættar og lúta að heilsubætandi umhverfi; bættri auðlindanýtingu - saman gegn sóun og loftslagsúrbótum - betri framtíð.
Í starfsáætluninni er að finna eldri verkefni sem haldið er áfram með en einnig ný svo sem að minnka notkun á heilsuspillandi efnum, auka notkun á vistvænni byggingarvörum, draga úr loftslagsáhrifum vegna matargerðar og hætta notkun olíuketils við Hringbraut.
Starfsáætlun Landspítala í umhverfismálum 2018-2020