Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala afhenti hjartadeild 14EG í september 2018 viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsumhverfi fyrir hjúkrunar- og sjúkraliðanema.
Menntadeild Landspítala sendir hjúkrunar og sjúkraliðanemum rafræna könnun eftir hvert klínískt námstímabil og leggur fyrir þá nokkrar spurningar sem miða að því að meta ánægju nemenda með námstækifæri, aðstöðu á deildinni, ánægju með móttöku og fleira. Hjartadeild 14EG kemur einstaklega vel út í þessum könnunum, þrátt fyrir að taka á móti fjölda nema ár hvert, og segja nemendur til dæmis að deildin sé frábær námsdeild með fjölbreyttum námstækifærum og áhugasömu starfsfólki.