Vigdís Jóhannsdóttir hefur verið sett sem deildarstjóri í blóðsöfnun Blóðbankans frá 1. júní 2018 til 30. apríl 2019.
Vigdís útskrifaðist með BSc-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Hún starfaði eftir útskrift á lyflækningadeild A7 til ársins 2002 og var aðstoðardeildarstjóri þar um tíma. Meðfram vinnu þar tók Vigdís námskeið til eininga í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands og var einn af stofnfélögum fagdeildar krabbameinshjúkrunarfræðinga.
Vigdís vann sem lyfjafulltrúi hjá Vistor árin 2002-2005. Hún hefur unnið sem hjúkrunarfræðingur í blóðsöfnun Blóðbankans frá árinu 2005, stundaði nám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands meðfram vinnu frá árinu 2012 og útskrifaðist með meistaragráðu árið 2015. Undanfarið hefur Vigdís verið aðstoðardeildarstjóri blóðsöfnunardeildar Blóðbankans og forstöðumaður sértækrar blóðsöfnunar sem felst meðal annars í umsjón með söfnun blóðhluta með blóðskiljuvélum og söfnun eigin stofnfruma frá sjúklingum