Helga Guðrún Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri skurðstofa kvennadeildar og skurðstofa Hringbraut sem sameinast í eina deild 1. október 2018. Ráðningin er til næstu fimm ára.
Helga Guðrún lauk BS prófi í hjúkrunarfræðum frá Háskóla Íslands (HÍ) árið 1988, diplómanámi í skurðhjúkrun frá HÍ 2005 og meistaranámi í skurðhjúkrun frá HÍ 2008. Hún fékk sérfræðiréttindi í skurðhjúkrun frá heilbrigðisráðuneytinu árið 2011.
Helga Guðrún hefur víðtæka reynslu sem hjúkrunarfræðingur. Hún starfaði á bráðamóttöku Landspítala og fleiri deildum spítalans og var verkefnastjóri yfir rannsóknum
hjá dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar. Frá árinu 2003 hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur á skurðstofum Landspítala, sem aðstoðardeildarstjóri á skurðstofum við Hringbraut frá 2009 og sem deildarstjóri á sömu deild frá vori 2017.
Helga Guðrún hefur verið aðjúnkt við Háskóla Íslands frá 2015 og hafði umsjóna með diplómanámi í skurðhjúkrun þar. Hún hefur einnig sinnt stundakennslu við geislafræðideild HÍ og námsbraut við hjúkrunarfræði ásamt verklegri kennslu og margs konar fræðsluerindum. Helga Guðrún hefur verið virk í stjórn fagdeildar skurðhjúkrunarfræðinga. Hún átti sæti í Evrópuráði skurðhjúkrunarfræðinga og sat í stjórn skandinavískra hjartaskurðhjúkrunarfræðinga og hefur starfað í ýmsum nefndum og ráðum tengt faginu.