Fæðingarskráningin á Íslandi birtir skýrslu fyrir árið 2016. Í henni eru ítarlegar upplýsingar um fæðingar á Íslandi á því ári. Landlæknisembættið hefur yfirumsjón með fæðingarskráningunni sem er staðsett á kvennadeildum Landspítala.
Skýrsla frá fæðingarskráningunni fyrir árið 2016
Úr skýrslunni
Fæðingar á árinu 2016 voru 3.968 þar sem alls fæddust 4.039 börn. Ekki hafa jafn fá
börn fæðst hérlendis síðan árið 2002 en fyrir þann tíma þarf að fara aftur til ársins 1986
til að sjá jafn fáar fæðingar. Til samanburðar fæddust á Íslandi 5.015 börn árið 2009 og
hafa aldrei fæðst fleiri börn á landinu en á því ári. Það er því ljóst að miklar breytingar
hafa orðið á fjölda fæðinga sem og fjölda fæddra barna á tiltölulega skömmum tíma.
Fæðingar voru áætlaðar á átta stöðum á landinu árið 2016. Kvennadeild LSH er
langstærsti fæðingarstaður landsins með rúmlega 74% allra fæðinga.